Borgarleikhúsið
03/25/2017 at 10:11. Facebook
AFTUR-Á-BAK – Frumsýning í kvöld kl. 20, gestasýning í samstarfi við Dramaten í Stokkhólmi. Marwan Arkawi flúði frá Sýrlandi og sótti um hæli í Svíþjóð þar sem hann býr nú, í verkinu lýsir hann sinni upplifun sem flóttamaður.
Íslensk hönnun er í öndvegi á Keflavíkurflugvelli yfir hönnunarmars en þetta glæsilega 15 metra grafíkverk prýðir nú brottfararsalinn í flugstöðinni. Hönnuðirnir að verkinu eru Loki Björnsson og Elsa Jónsdóttir sem starfa saman undir merki Studio Kleina en þau hafa vakið athygli fyrir áhugaverðar og frumlegar leturgerðir.
--------
Our Creative Take Off this year is this beautiful 15 meter...
View details ⇨
Borgarleikhúsið
03/24/2017 at 17:20. Facebook
VÍSINDASÝNING VILLA - Leiftrandi skemmtileg sýning fyrir flesta aldurshópa þar sem góð kómísk tímasetning Völu og smitandi einlægni Villa blandast skemmtilega saman.
Sýning kl. 13 á sunnudaginn, örfá sæti laus.
Inspired by Iceland
03/24/2017 at 11:00. Facebook
Iceland rising in the East.

East Iceland. Fewer people, relaxed culture, reindeers, Europe´s biggest glacier, deep fjords and vast wilderness. Adventures everywhere.
What´s not to like?

[ Visiticeland.com Link ]
Borgarleikhúsið
03/23/2017 at 16:56. Facebook
AFTUR-Á-BAK - Marwan Arkawi veitir áhorfendum einstaka innsýn inn í veröld flóttamanns, innflytjenda og hælisleitanda í gegnum myndbandstækni og sýndarveruleikagleraugu. Frumsýning laugardaginn 25. mars kl. 20. Ath. Verkið verður einungis sýnt sjö sinnum.
Borgarleikhúsið
03/23/2017 at 11:07. Facebook
ELLY - Vegna mikillar eftirspurnar hefur fáeinum aukasýningum verið bætt við. Einnig var sértökum stúkusætum bætt við með betra útsýni yfir salinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Við bendum á að salurinn opnar kl. 18:30 fyrir allar sýningar og það er frjálst sætaval.
VÍSINDASÝNING VILLA - Villi og Vala gera ótrúlegar uppgötvanir og útskýra fyrir okkur mögnuð fyrirbæri úr heimi vísindanna. Næsta sýning er sunnudaginn 26. mars kl. 13.
HÚN PABBI - Fyrri aukasýningin af tveimur á þessari sorglegu, hjartnæmu og bráðfyndnu sýningu verður á Litla sviðinu laugardaginn 8. apríl. Örfá sæti laus.
Vorjafndægur (Spring Equinox) is happening right now.

And Equinox is happening everywhere of course, twice each year. Now the day and night have equal duration all over planet Earth.

However in Iceland, Equinox is one of those days the general Icelandic public is aware of. From settlement in 874 understanding changes in daylight and weather was simply crucial for survival. Every farmer and...
View details ⇨
ELLY - Frumsýningin fékk óvæntan endi þegar hinn eini sanni Raggi Bjarna steig á svið og tók tvö lög, Komdu í kvöld og My way, með Katrínu Halldóru og hljómsveitinni. Hér er hann með Gísla Erni, leikstjóra verksins, eftir flutninginn.
ELLY – Frumsýning í kvöld á Nýja sviðinu á nýju íslensku verki um ævi og störf Ellyjar Vilhjálmsdóttur. Hjartahlý sýning um konuna sem heillaði karlmenn, vakti afbrýðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk snákablóð og smyglaði forboðnum apa til Íslands.
ILLSKA - Um leið og við óskum Sólveigu Guðmundsdóttur innilega til hamingju með Menningarverðlaun DV fyrir leiklist minnum við á næst síðustu sýningu Illsku á Litla sviðinu á morgun, laugardaginn 18. mars, kl. 20. Örfá sæti laus.
VÍSINDASÝNING VILLA - Á sunnudaginn verður sýningin tálkmálstúlkuð. Um er að ræða svokallaða Skuggatúlkun þar sem einn táknmálstúlkur verður fyrir hvorn leikara á sviðinu. Það eru Hraðar hendur táknmálstúlkar sem sjá um túlkunina. Örfá sæti laus.
FÓRN - Frumsýning í kvöld kl. 19. Íslenski Dansflokkurinn - Iceland Dance Company, Lókal Performing Arts Reykjavik og Borgarleikhúsið kynna listahátíð sem skartar alls fimm nýjum og spennandi verkum eftir frábæra og virta listamenn úr hinum ýmsu greinum.
FÓRN – Listahátíð sem skartar alls fimm nýjum og spennandi verkum eftir frábæra og virta listamenn úr hinum ýmsu greinum. Frumsýnt fimmtudaginn 16. mars og athugið að einungis verða fimm sýningar.
Boots on a fence!

In the delightful town of “Höfn í Hornafirði” ( in the south-east corner of Iceland ), people have creative ways to fence in their gardens. Bright colored rubber boots with bow ties on a chain. Sure, why not!? Maybe it’s purely a coincidence but it was raining when this picture was taken.
#iceland #inspiredbyiceland #easticeland
ELLY – Eftir viku, laugardaginn 18. mars, frumsýnum við í samstarfi við Vesturport leikverk um eina dáðustu söngkonu Íslands, Elly Vilhjálmsdóttur.
ILLSKA – Örfá sæti laus á sýningarnar í kvöld, föstudag kl. 20, og á morgun, laugardag kl. 20. Ekki láta þessa áhrifamiklu og hárbeittu sýningu framhjá þér fara.
VÍSINDASÝNING VILLA - Villi og Vala bjóða upp á æsispennandi ferðalag um heim vísindanna þar sem þau taka fyrir svarthol, atóm, köngulær, tré, blóð, heimspeki eða stjörnuhimininn svo eitthvað sé nefnt.
Næsta sýning er sunnudaginn 12. mars kl. 13:00.