Opnuð hefur verið vefsíða sem kallast „Lærdómsgátt íþróttamannsins“ ([ Olympic.org Link ] og ætluð er Ólympíuförum, afreksíþróttafólki og þjálfurum þeirra. Vefsíðan býður upp á fjöldan allan af námskeiðum, en markmiðið er að aðstoða íþróttafólk við að móta framtíð sína, t.d. að ná draumastarfinu sínu með góðum undirbúningi og bæta frammistöðu sína á vinnumarkaði. Það eina sem þarf að gera til...
View details ⇨
Hver er þín ástríða, draumur og hugsjón? Hvernig getum við hjálpað iðkendum að upplifa sína drauma og hugsjónir? Hvernig getum við haldið ástríðunni þeirra á lífi?
Kíktu á og athugaðu hvort þú finnur eitthvað sem veiti þér innblástur og gæti mögulega hjálpað þér eða iðkendum þínum.
‪Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir tilnefnd sem leikmaður í liði ársins af FIFPro

[ Fifpro.org Link ]

‪Til hamingju ‬
Dagný, Fanndís og Elín Metta kíktu í KSÍ í dag þar sem franskur blaðamaður ræddi við þær um undirbúning kvennalandsliðsins fyrir EM í sumar.
U16 ára stelpurnar æfðu einu sinni í dag og fóru svo í skoðunarferð og kíktu á Edinborgarkastala. Leikur tvö er svo á morgun kl.16 á móti Skotum.
Undir 16 ára landslið kvenna tekur nú þátt í undirbúningsmóti UEFA í Edinborg. Leikið er í fjögurra þjóða riðli og eru andstæðingarnir lið Tékka, Austurríkis og Skota. Fyrsti leikurinn var leikinn í dag við Tékka og tapaðist hann 0-1 í jöfnum leik. Sigurmarkið skoruðu Tékkar úr víti. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá því í dag.
Einelti - Leiðir til lausna
Skráning og nánari upplýsingar á vef Menntavísindastofnunar [ Menntavisindastofnun.hi.is Link ]
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Viðburðurinn á Facebook [ Facebook.com Link ]
Óskum þátttakendum og öllu teyminu á bakvið þau til hamingju með árangurinn á EYOF 2017. Framtíðin er þeirra. Sendum þeim hlýja strauma í kuldann þar sem þau fagna lokum vetrarleikanna.
Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar slitið

Í kvöld verður Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar slitið í Erzurum í Tyrklandi. Lokaathöfn verður haldin í þorpinu sem þátttakendur á leikunum hafa búið undangengna viku. Við lokaathöfnina munu næstu gestgjafar leikanna sem haldnir verða í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu Herzegóvínu árið 2019 taka við fána leikanna.

Fánaberi fyrir hönd íslenska...
View details ⇨
Dr. Ron í Kastljósi

Þann 26. janúar fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík.

Viðtalið við Dr. Ron Maughan má sjá hér á vefsíðu RÚV [ Ruv.is Link ]

Dr. Ron Maughan var einn af þeim fyrirlesurum sem flutti erindi á ráðstefnunni. Hann er sérfræðingur í íþróttanæringarfræði og fæðubótarefnum. Ron hefur leitt þennan málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni (IOC) frá...
View details ⇨
Þrjár borgir keppast um að halda Ólympíuleikana árið 2024. Þær borgir sem sóttu um að halda leikana eru Búdapest í Ungverjalandi, Hamborg í Þýskalandi, Los Angeles í Bandaríkjunum, París í Frakklandi og Róm á Ítalíu. Nú hafa tvær borgir dregið sig úr keppninni um að halda leikana, Hamborg og Róm. 100 meðlimir Alþjóðaólympíunefndarinnar munu kjósa á milli þessarra borga þegar nefndin mun funda...
View details ⇨
A kvenna - Leikmannahópurinn sem tekur þátt á Algarve mótinu!
Þátttakendur á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fengu allir gjöf frá mótshöldurum. Hitti greinilega í mark, hefði verið erfitt að gera Steven þjálfara í skíðagöngu ánægðari.
Takk fyrir okkur Vestmannaeyjar!

Ársþing KSÍ var seinasta laugardag í Vestmannaeyjum og tókst vel til. Það er í mörg horn að líta á svona stóru þingi enda dagskráin þétt og allt þarf að ganga vel.

Starfsfólk KSÍ hafði veg og vanda með framkvæmd þingsins og náðist að smala saman í hópmynd (þó ekki öllum) rétt áður en þingið byrjaði.

Við viljum þakka öllum í Vestmannaeyjum fyrir að taka...
View details ⇨
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er nú í fyrsta sinn með Snapchat. Notendanafn ÍSÍ á Snapchat er isiiceland.

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Erzurum í Tyrklandi 12. – 17. febrúar. Ísland á sem fyrr keppendur á leikunum, nú í alpagreinum, skíðagöngu, listskautum og á snjóbretti. Íslenski hópurinn er hluti af ÍSÍ á Snapchat á meðan á viðburðinum stendur. ÍSÍ hvetur fólk til þess...
View details ⇨
Tókýó 2020 - Verðlaunapeningar úr gömlum símum

Næstu Ólympíuleikar munu fara fram í Tókýó í Japan árið 2020. Skipuleggjendur leikanna leggja mikið upp úr umhverfisvitund og sjálfbærni og vilja hvetja Japani til þess að gera slíkt hið sama. Skipuleggjendur hafa nú brugðið á það ráð að koma af stað söfnun, sem hefst í apríl nk., þar sem almenningur í Japan er beðinn um að gefa gamla farsíma og...
View details ⇨
Fyrstu þremur keppnisdögunum lokið

Þann 12. febrúar hófst keppni á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum í Tyrklandi.

Stúlkurnar María Finnbogadóttir, Harpa María Friðgeirsdóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Sigríður Dröfn Auðunsdóttir kepptu í stórsvigi og stóðu sig með sóma. María varð í 19. sæti og með þriðja besta tímann í sínum árgangi. Harpa María varð í 32....
View details ⇨
65 nemendur í vorfjarnámi

Vorfjarnám 1. og 2. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ er nú komið í fullan gang. Samtals um 65 nemendur eru í náminu að þessu sinni sem er ansi nálægt því að vera metþátttaka. Nemendur koma frá fjölmörgum greinum íþrótta s.s. handknattleik, körfuknattleik, knattspyrnu, fimleikum, skíðaíþróttum, skautaíþróttum, taekwondo, blaki, borðtennis, lyftingum, karate...
View details ⇨
Herdís Birna Hjaltalín lauk rétt í þessu keppni í listhlaupi á skautum. Hún var vel studd af öđrum íslenskum keppendum.