Hálfleikur í úrslitaleik China Cup. Síle leiðir 1-0 en markið kom á 19. mínútu. Þá er bara að bæta í og jafna metin í seinni hálfleik!
15 mínútar búnar af úrslitaleik China Cup þar sem Ísland og Síle mætast. Ennþá markalaust.

Svona er byrjunarlið Íslands:
Mark: Ögmundur Kristinsson

Vörn: Kristinn Jónsson, Jón Guðni Fjóluson, Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson

Miðja: Theodór Elmar Bjarnason, Björn Daníel Sverrisson, Guðlaugur Victor Pálsson og Sigurður Egill Lárusson

Sókn: Kjartan Henrý Finnbogason og Björn Bergmann...
View details ⇨
Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 6. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og...
View details ⇨
Á dögunum var skrifað undir samning við Sænsk-íslenska ehf. um kaup á bolum fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2017. Undirbúningur fyrir hlaupið er kominn á fullt en hlaupið mun fara fram 19. júní 2017. Það voru þær Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og Björg Gunnarsdóttir frá Sænsk-íslenska ehf. sem undirrituðu samstarfssamninginn.
Ísland leikur úrslitaleik China Cup við Síle en Síle vann Króatíu eftir vítakeppni. Leikið er klukkan 7:35 á sunnudagsmorgun.

Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport!
Hálfleikur i leik Síle og Króatíu í China Cup. Síle leiðir 1-0.
3 ár í Ólympíuleika ungmenna

Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001.

Þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna fara fram í Lausanne í...
View details ⇨
Stuðningsmenn Dortmund og Liverpool unnu verðlaun sem Stuðningsmenn ársins hjá FIFA.

Vel gert samt Stuðningssveitin Tólfan og íslenskir stuðningsmenn. Þið voruð FRÁBÆR á seinasta ári!

Til hamingju Dortmund og Liverpool!
Síðasti skiladagur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga

Í dag er síðasti skiladagur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga. Skila má umsóknum til miðnættis í kvöld en þá verður lokað sjálfvirkt fyrir umsóknir. Ekki er unnt að taka á móti umsóknum eftir að kerfinu hefur verið lokað.

Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram...
View details ⇨
Afmælisbarn dagsins fékk köku í tilefni dagsins. Til hamingju með daginn Þorgrímur Þráinsson :)
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Lífshlaupið 2017. Skráðu þig til leiks hér [ Lifshlaupid.is Link ]

Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í...
View details ⇨
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 8. desember 2016, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2017. Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema samtals rúmlega 150 milljónum króna að þessu sinni, en um 100 m.kr. verður úthlutað síðar á árinu 2017 og þá eftir nýjum reglum Afrekssjóðs sem verið er að vinna að.​

Árið 2015 gaf ÍSÍ út skýrslu...
View details ⇨
Leikmannahópurinn sem leikur á China-Cup

--

Players squad that will play in China Cup.
Myndir frá hófinu Íþróttamaður ársins 2016

Á myndasíðu ÍSÍ má nú sjá myndir frá hófinu Íþróttamaður ársins 2016 ([ Myndir.isi.is Link ]

ÍSÍ veitti íþróttafólki einstakra íþróttagreina viðurkenningar en allar upplýsingar um þá verðlaunahafa eru aðgengilegar á heimasíðu ÍSÍ ([ Isi.is Link ].

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður var útnefndur Íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum...
View details ⇨
Nýr bannlisti WADA tók gildi í gær

Seint á síðasta ári birti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin bannlista WADA 2017 og samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum. Á listanum má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Framkvæmdastjórn Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar samþykkti listann 21. september 2016, en...
View details ⇨
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar sambandsaðilum sínum og aðildarfélögum þeirra, sem og landsmönnum öllum gleðilegs árs!

Megi árið 2017 verða ykkur öllum gæfuríkt og farsælt í leik og starfi.
Gylfi Þór Sig­urðsson var rétt í þessu út­nefnd­ur Íþróttamaður árs­ins 2016 af Sam­tök­um íþróttaf­rétta­manna en kjör­inu var lýst í Hörpu í Reykja­vík.

Gylfi hlýt­ur þessa viður­kenn­ingu í annað skipti en hann varð einnig fyr­ir val­inu árið 2013.

Gylfi átti afar gott ár með Sw­an­sea City í ensku úr­vals­deild­inni. Hann átti stór­an þátt í að bjarga liðinu frá falli með því að skora...
View details ⇨