Svekkjandi 4-4 jafntefli gegn Georgíu hjá U21. Strákarnir okkar komust í 4-2 en Georgía skoraði tvívegis undir lokin.
Byrjunarliðið gegn Kósóvó er komið

Iceland starting 11 against Kosovo
RISAHELGI #fyririsland

Það er mikið um að vera þessa frábæru helgi en í kvöld, klukkan 19:45, leika strákarnir okkar við Kosóvó í undankeppni HM. Sigur í leiknum myndi koma okkur í góða stöðu í riðlinum!

KSÍ á líka afmæli um helgina og erum við hvorki meira né minna en 70 ára, sunnudaginn 26. mars.

Við ætlum því að halda upp á samfélagsmiðla-afmæli næstu daga þar sem við ætlum að gefa...
View details ⇨
Heimsráðstefna WADA

Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) hélt sína árlegu heimsráðstefnu í Lausanne dagana 13.-15. mars 2017. Meginþema ráðstefnunnar voru rödd íþróttafólksins í lyfjamálum, uppfyllingarskilyrði eftirlits og regluverk um ábendingar og hvatning til ábendinga (whistleblowing).

Ráðstefnan var haldin í þrettánda skipti og var hún sú langstærsta hingað til með yfir 740 fulltrúa...
View details ⇨
Brottför frá Parma - það er smá farangur sem fylgir landsliðinu.
Vinnufundur um afreksíþróttir

Laugardaginn 18. mars sl. stóð Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ fyrir vinnufundi með fulltrúum sambandsaðila ÍSÍ. Um 40 manns frá sérsamböndum og íþróttahéruðum mættu á fundinn og ræddu skilgreiningar á afreksíþróttum, afrekum og árangri og þá sérstaklega þær hugmyndir sem vinnuhópur um endurskoðun á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ skilaði af sér nýverið.

Fundurinn hófst á því...
View details ⇨
Alþjóðadagur Downs Syndrome og strákarnir okkar ákváðu að taka þátt í því að minna á daginn #LOTSOFSOCKS
worlddownsyndromeday.org/lots-of-socks
Myndbönd Sýnum karakter

Sýnum karakter, verkefni á vegum ÍSÍ og UMFÍ, hefur ráðist í myndbandagerð til þess að auglýsa vefsíðuna og koma því á framfæri við íþróttahreyfinguna að þar megi finna tæki og tól fyrir þjálfara, foreldra, iðkendur og fleiri til að nýta í íþróttaiðkun.

Sýnum karakter fékk til liðs við sig tvo flotta einstaklinga, Pálmar Ragnarsson, þjálfara yngri flokka hjá KR í...
View details ⇨
Hópurinn sem mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 24. mars nk. og Írum í vináttuleik í Dublin fjórum dögum síðar.
Vel heppnuð ráðstefna

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti ráðstefnuna Aldrei of seint – Heilsuefling eldri aldurshópa í gærdag og fór hún fram við fjölmenni í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Um 250 ráðstefnugestir fylltu öll sæti í salnum og hlýddu á fjölda fræðandi fyrirlestra um heilsueflingu aldraðra ásamt hressandi hléæfingum milli efnishluta og góðri næringu í boði Björnsbakarí...
View details ⇨
Ráðstefnan „Góðir stjórnunarhættir – ólíkar leiðir að settu marki“ fór fram í janúar sl. í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan var haldin í tengslum við RIG. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóðu að ráðstefnunni í samstarfi við HR.

Á ráðstefnunni voru þrír reyndir stjórnendur úr íþróttahreyfingunni, sem koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku, með...
View details ⇨
Eitt það erfiðasta sem íþróttamaður þarf að takast á við eru erfið meiðsli. Jafnvel að þurfa sitja hjá í margar vikur og svo að byggja sig upp aftur. Þá gildir að láta dagana telja. Kynntu þér pistilinn hennar Rögnu Ingólfsdóttur [ Synumkarakter.is Link ]
um hvernig hún nýtti dagana til að verða enn betri þrátt fyrir krossbandaslit og ákveða að fara ekki í aðgerð! Hvernig ert þú að láta dagana...
View details ⇨
Miðum hefur verið bætt við í miðasölu til íslenskra stuðningsmanna á leiki Íslands í úrslitakeppni EM kvenna í Hollandi. Miðasalan hefur því verið framlengd hjá til þriðjudagsins 21. mars.

[ Ksi.is Link ]
Ráðstefnan Að stjórna íþróttafélagi færð í stærri sal

Vegna mikillar skráningar á ráðstefnuna „Að stjórna íþróttafélagi - Ekkert mál?“ hefur ráðstefnan verið færð í stærri sal innan Háskóla Íslands, úr Odda í Öskju.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér: [ Isi.is Link ]

Staðsetning: Askja, Sturlugata 7 - Háskóli Íslands

Ráðstefnan fer fram föstudaginn 24. mars 2017 og verður sett kl. 12:00, en...
View details ⇨
Heilsuefling eldri aldurshópa

Fimmtudaginn 16. mars næstkomandi stendur ÍSÍ í samstarfi við Öldrunarráð Íslands, Landssamband eldri borgara, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra fyrir ráðstefnu um málefni eldri aldurshópa í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni Aldrei of seint – Heilsuefling eldri aldurshópa.

Ráðstefnan hefst kl....
View details ⇨
Næstkomandi miðvikudag 15. mars mun Háskólinn í Reykjavík standa fyrir hádegisfundi í tilefni Heilaviku sem ber heitið Höfuðhögg og hormónar: Vanstarfsemi heiladinguls eftir heilahristing.

Fyrirlesarar verða Dr. Hafrún Kristjánsdóttir og Dr. María K. Jónsdóttir.

Aðgangur er ókeypis og fyrirlesturinn er öllum opinn.
Glódís Perla spilar sinn 50. A landsleik í dag - og er að sjálfsögðu mætt í upphitun fyrir leikinn sem hefst eftir ca 40 mín.