Borgarleikhúsið
03/25/2017 at 10:11. Facebook
AFTUR-Á-BAK – Frumsýning í kvöld kl. 20, gestasýning í samstarfi við Dramaten í Stokkhólmi. Marwan Arkawi flúði frá Sýrlandi og sótti um hæli í Svíþjóð þar sem hann býr nú, í verkinu lýsir hann sinni upplifun sem flóttamaður.
Borgarleikhúsið
03/24/2017 at 17:20. Facebook
VÍSINDASÝNING VILLA - Leiftrandi skemmtileg sýning fyrir flesta aldurshópa þar sem góð kómísk tímasetning Völu og smitandi einlægni Villa blandast skemmtilega saman.
Sýning kl. 13 á sunnudaginn, örfá sæti laus.
Borgarleikhúsið
03/24/2017 at 11:12. Facebook
Katrín Halldóra Sigurðardóttir verður LIVE í Popplandinu klukkan 11:30 - Stillið viðtækin á RÁS2!
Borgarleikhúsið
03/23/2017 at 16:56. Facebook
AFTUR-Á-BAK - Marwan Arkawi veitir áhorfendum einstaka innsýn inn í veröld flóttamanns, innflytjenda og hælisleitanda í gegnum myndbandstækni og sýndarveruleikagleraugu. Frumsýning laugardaginn 25. mars kl. 20. Ath. Verkið verður einungis sýnt sjö sinnum.
Borgarleikhúsið
03/23/2017 at 11:07. Facebook
ELLY - Vegna mikillar eftirspurnar hefur fáeinum aukasýningum verið bætt við. Einnig var sértökum stúkusætum bætt við með betra útsýni yfir salinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Við bendum á að salurinn opnar kl. 18:30 fyrir allar sýningar og það er frjálst sætaval.
VÍSINDASÝNING VILLA - Villi og Vala gera ótrúlegar uppgötvanir og útskýra fyrir okkur mögnuð fyrirbæri úr heimi vísindanna. Næsta sýning er sunnudaginn 26. mars kl. 13.
ELLY - "Rýn­ir á hrein­lega ekki nógu sterkt orð til að lýsa magnaðri túlk­un Katrín­ar á Elly, annað en að hér er aug­ljóst að stjarna er fædd" - SBH. Morgunblaðið.

Stjarna er fædd

mbl.is
HÚN PABBI - Fyrri aukasýningin af tveimur á þessari sorglegu, hjartnæmu og bráðfyndnu sýningu verður á Litla sviðinu laugardaginn 8. apríl. Örfá sæti laus.
ÚTI AÐ AKA – Hurðir geta verið miskómískar einar og sér, en það er mikilvægt að leikararnir noti þær rétt.
ELLY - Frumsýningin fékk óvæntan endi þegar hinn eini sanni Raggi Bjarna steig á svið og tók tvö lög, Komdu í kvöld og My way, með Katrínu Halldóru og hljómsveitinni. Hér er hann með Gísla Erni, leikstjóra verksins, eftir flutninginn.
ELLY – Frumsýning í kvöld á Nýja sviðinu á nýju íslensku verki um ævi og störf Ellyjar Vilhjálmsdóttur. Hjartahlý sýning um konuna sem heillaði karlmenn, vakti afbrýðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk snákablóð og smyglaði forboðnum apa til Íslands.
ILLSKA - Um leið og við óskum Sólveigu Guðmundsdóttur innilega til hamingju með Menningarverðlaun DV fyrir leiklist minnum við á næst síðustu sýningu Illsku á Litla sviðinu á morgun, laugardaginn 18. mars, kl. 20. Örfá sæti laus.
VÍSINDASÝNING VILLA - Á sunnudaginn verður sýningin tálkmálstúlkuð. Um er að ræða svokallaða Skuggatúlkun þar sem einn táknmálstúlkur verður fyrir hvorn leikara á sviðinu. Það eru Hraðar hendur táknmálstúlkar sem sjá um túlkunina. Örfá sæti laus.
FÓRN - Frumsýning í kvöld kl. 19. Íslenski Dansflokkurinn - Iceland Dance Company, Lókal Performing Arts Reykjavik og Borgarleikhúsið kynna listahátíð sem skartar alls fimm nýjum og spennandi verkum eftir frábæra og virta listamenn úr hinum ýmsu greinum.
ELLY - Samantekt um eina dáðustu söngkonu landsins, Elly Vilhjálms. Frumsýning á sýningunni um hana verður á laugardaginn, 18. mars.

Ein dáðasta söngkona landsins, Elly Vilhjálms

borgarleikhus.is
ÚTI AÐ AKA - Miðasala í fullum gangi og allt að seljast upp á þennan sprenghlægilega gamanleik.
FÓRN – Listahátíð sem skartar alls fimm nýjum og spennandi verkum eftir frábæra og virta listamenn úr hinum ýmsu greinum. Frumsýnt fimmtudaginn 16. mars og athugið að einungis verða fimm sýningar.
ELLY – Eftir viku, laugardaginn 18. mars, frumsýnum við í samstarfi við Vesturport leikverk um eina dáðustu söngkonu Íslands, Elly Vilhjálmsdóttur.
ILLSKA – Örfá sæti laus á sýningarnar í kvöld, föstudag kl. 20, og á morgun, laugardag kl. 20. Ekki láta þessa áhrifamiklu og hárbeittu sýningu framhjá þér fara.