Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heimsótti Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gær. Ráðherrann heilsaði upp á starfsmenn á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og fundaði með yfirstjórn embættisins, en síðan var haldið á lögreglustöðina á Vínlandsleið og þar tók við kynning á starfsemi tæknideildar. Við þökkum ráðherranum kærlega fyrir komuna, en það var einkar ánægjulegt að taka á móti Sigríði...
View details ⇨
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi mynd vegna atviks sem átti sér stað rétt austan við skemmtistaðinn Tivoli bar í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar sl., og er hann vinsamlega beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444 1000. Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar...
View details ⇨
Fulltrúar frá norska stórþinginu skruppu til Íslands í síðustu viku og heimsóttu m.a. Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þar tóku á móti þeim Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Marta Kristín Hreiðarsdóttir, sérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild, en þær stöllur upplýstu gestina um nálgun embættisins í heimilisofbeldismálum. Norðmennirnir létu vel af kynningunni, en að henni...
View details ⇨
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar mannsins á myndunum vegna ráns í apóteki á Bíldshöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 10 í gærmorgun, 16.3.2017. Maðurinn, sem huldi andlit sitt með klút, var vopnaður hnífi. Ræninginn er talin vera grannvaxinn, klæddur í rauða peysu, gallabuxur og með húfu. Hann var með svartan bakpoka meðferðis. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið, eða telja sig...
View details ⇨
Munum eftir góða skapinu í morgunumferðinni.
Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir febrúarmánuð 2017 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 562 tilkynningar um hegningarlagabrot í...
View details ⇨

Mánaðarskýrsla LRH - febrúar 2017

issuu.com
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Önnu Nicole Grayson, 29 ára, en síðast er vitað um ferðir hennar á miðborgarsvæðinu í Reykjavík um hádegisbil í gær. Anna, sem glímir við veikindi, er 174 sm á hæð, með brún augu, millisítt dökkt hár og þéttvaxin. Talið er að hún sé klædd í brúnan jakka, bleika hettupeysu, sebra-munstraðar buxur og sé í gúmmístígvélum.

Þeir sem geta gefið upplýsingar...
View details ⇨
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi mynd vegna atviks sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Austur í Austurstræti aðfaranótt 11. febrúar sl., og er hann vinsamlega beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444 1000. Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu...
View details ⇨
Policjanci z Komendy stołecznej nadal poszukują zaginionego Artura Jarmoszko. Do ogłoszenia zamieszczamy ostatnie zdjęcie zaginionego pochodzące z kamery monitoringu zrobione w centrum miasta we wtorek wieczorem w dniu 28 lutego.
Rysopis zaginionego: wzrost 186 cm, szczupłej budowy ciała, ciemne krótkie włosy, zielone oczy.
Artur jest Polakiem zamieszkującym obecnie w Islandii. W chwili...
View details ⇨
Hér er ný mynd af Artur Jarmoszko, sem við lýstum eftir fyrr í dag, en myndin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni þriðjudagskvöldið 28. febrúar sl. Artur, sem er grannvaxinn, dökkhærður með stutt hár, 186 sm á hæð og með græn augu, er pólskur, en hefur búið á Íslandi um allnokkurt skeið. Talið er að hann sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, bláar gallabuxur og hvíta strigaskó.

Þeir sem...
View details ⇨
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Artur Jarmoszko, 25 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti 1. mars sl. Artur, sem er grannvaxinn, dökkhærður með stutt hár, 186 sm á hæð og með græn augu, er pólskur, en hefur búið á Íslandi um allnokkurt skeið. Talið er að hann sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, bláar gallabuxur og hvíta...
View details ⇨
Blessuð sólin heiðrar okkur með nærveru sinni! Í svona blíðviðri geta ökumenn blindast. Endilega gætið að bili milli ökutækja, að rúðan sé hrein o.s.frv.
Undanfarnar vikur hefur ofbeldi og öryggi í miðborginni mikið verið í umræðunni. Hér verður farið yfir fjölda ofbeldismála sem tilkynnt hafa verið til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin sex ár.

Árið 2016 var tilkynnt um 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um...
View details ⇨

Ofbeldi í miðborg - Infogram, charts & infographics

infogr.am
Lögreglu berast reglulega tilkynningar um fólk sem er að dreifa nektarmyndum af öðrum, jafnvel barnungu fólki, á netinu. Skemmst er frá því að segja að dreifing slíkra mynda getur varðað við lög, auk þess að vera gróft brot á rétti okkar allra til friðhelgi. Þau sem hafa slíkar myndir undir höndum gera rétt með því að eyða þeim strax.
#Netheilræði #reglanr8
Að stoppa við gangbraut er flestum ökumönnum bæði ljúft og skylt. Stoppar þú ekki alltaf við gangbraut?
#umferðarkurteisi
Í kvöld, milli 20:30-21:15, verður slökkt á götulýsingu við Háskóla Íslands og í nærliggjandi götum í vesturborginni, en tilefnið er stjörnuskoðun á vegum stjörnufræðivefsins.

Föstudagskvöld með Sævari Helga og stjörnunum

EVENT - facebook.com
Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Um er að ræða þróunarverkefni til tveggja ára (2017-2019). Starfsemin mun verða rekin á dagvinnutíma frá 9:00 til 17:00 og í húsnæði Reykjavíkurborgar í...
View details ⇨
Það er víða líf og fjör á höfuðborgarsvæðinu í dag enda öskudagur og krakkarnir á ferð og flugi að heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Þar taka þeir lagið og fá nammi fyrir vikið, eins og þessir hressu og skemmtilegu krakkar sem við rákumst á í Kringlunni í dag.
Vefveiðar – Phishing

Það hafa aðeins verið að berast tilkynningar um vefveiðar þar sem einstaklingar eru að fá póst um að fara á tengil og fá endurgreiðslu. Þetta er svindl. Í dag koma svindlararnir fram í nafni Símans en auðvita hefur það fyrirtæki ekkert með þetta að gera. En svona svindl hafa verið gerð í nafni margra.

Góðar venjur
• Aldrei að klikka á tengla sem eru sendir á þennan hátt...
View details ⇨
17:01 - vinnu á vettvangi er lokið og Kringlumýrarbrautin er opin að nýju.

-

-

Umferðaróhapp er á Kringlumýrarbraut til suður við Gjána í Kópavogi, akstursátt í suður. Búast má við miklum umferðartöfum af þessum sökum næsta klukkutímann a.m.k.

Vegfarendum er bent á aðarar akstursleiðir á meðan þetta ástand varir.